Fara í efni

Vinnsla barnaverndarmála frá Grindavík

Málsnúmer 202311286

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 88. fundur - 28.11.2023

Borist hefur erindi frá félagsþjónustu Grindavíkurbæjar vegna vinnslu barnaverndarmála barna með lögheimili í Grindavík en sem nú eru búsett annars staðar á landinu. Fjölskylduráð vill með öllum ráðum styðja við og aðstoða barnavernd Grindavíkur í vinnslu mála á meðan óvissa er uppi um búsetu í Grindavík.

Fjölskylduráð Múlaþings - 101. fundur - 16.04.2024

Borist hefur erindi frá Barna- og fjölskyldustofu (BOFS) er varðar barnaverndarmál frá Barnaverndarþjónustu Grindavíkur. Fram kemur að flytja þurfi töluvert af málum frá Grindavík yfir á þau svæði þar sem börn búa eða dvelja. Þá mun barnaverndarþjónusta Grindavíkur framsenda tilkynningar vegna mála þeirra barna sem áður bjuggu í Grindavík, til þeirra svæða sem viðkomandi börn dvelja á í dag. BOFS fer þess á leit við aðrar barnaverndarþjónustur landsins að taka vel í þær beiðnir sem kunna að berast frá Grindavík.
Fjölskylduráð tekur heils hugar undir með BOFS og mun hér eftir sem hingað til taka vel undir málaleitan barnaverndarþjónustu Grindavíkur.
Getum við bætt efni þessarar síðu?