Fara í efni

Ástand vegar 923 á Jökuldal

Málsnúmer 202311361

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 41. fundur - 08.12.2023

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 20.11.2023, frá Stefaníu K. Karlsdóttur, um slæmt ástand á vegi 923 á Jökuldal og möguleg slys og ítreikaðar skemmdir á ökutækjmum vegna þess.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir með málsaðila um að ljúka þurfi við að byggja upp og leggja bundið slitlag á veg 923 að Grund þar sem einn fjölfarnasti ferðamannastaður Austurlands er staðsettur, sem er Stuðlagil.
Heimastjórn beinir því til sveitarstjórnar að taka málið upp við samgönguyfirvöld.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?