Fara í efni

Innsent erindi, endurskoðun á reglum um gistirekstur í Múlaþingi

Málsnúmer 202312002

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 102. fundur - 04.12.2023

Lagt er fram erindi, dags. 27. nóvember 2023, frá eiganda tveggja frístundalóða, Ásgötu 13 og 15, í landi Unalækjar . Óskað er eftir því að sveitarfélagið endurskoði reglur um gististaði í Múlaþingi sem samþykktar voru í maí sl., einkum þá kröfu að rekstur í flokki II sé ekki heimilaður í frístundabyggðum nema gert sé ráð fyrir því í aðalskipulagi sveitarfélagsins og deiliskipulagi viðkomandi svæðis. Að öðrum kosti er óskað eftir heimild til að leggja fram breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirhuguð áform.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gert verði ráð fyrir breytingu á skilmálum þessara tveggja lóða við Ásgötu 13 og 15 í fyrirliggjandi vinnslutillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi Unalækjar á Völlum sem fjallað er um undir lið 9 á dagskrá.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?