Fara í efni

Gatnagerð og veitulagnir, Jörfi

Málsnúmer 202312219

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 103. fundur - 18.12.2023

Við upphaf máls vakti formaður máls á mögulegu vanhæfi Guðnýjar Margrétar Hjaltadóttur (D-lista) sem annars eiganda Þ.S. verktaka. Tillaga þess efnis var borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða. Guðný vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja niðurstöður útboðs á framkvæmdum við gatna- og veitulagnir við Jörfa á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Þ.S. verktaka í samræmi við fyrirliggjandi niðurstöðu útboðs.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?