Fara í efni

Erindi frá foreldrum fyrstu bekkinga á Egilsstöðum

Málsnúmer 202312331

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 91. fundur - 09.01.2024

Í upphafi fundar gerðu Eyþór Stefánsson, Jóhann Hjalti Þorsteinsson og Björg Eyþórsdóttir grein fyrir mögulegu vanhæfi sínu. Atkvæðagreiðsla fór fram um vanhæfi þeirra:
Jóhanns Hjalta Þorsteinssonar, samþykkt samhljóða.
Eyþór Stefánsson, fjórir samþykktu (SG, ES, GBH, BE), þrír sátu hjá (ÁMS, GLG, JHÞ)
Björg Eyþórsdóttir, fellt með þrír atkvæðum (SG, ES, GBH, BE) og þrír sátu hjá (ÁMS, GLG, JHÞ).

Fyrir liggur erindi frá Vigdísi Diljá Óskarsdóttur fyrir hönd foreldra tilvonandi fyrsta bekkjar á Egilsstöðum, dagsett 21.12. 2023. Í bréfinu er fjölskylduráð beðið um að endurskoða tilhögun sumarfrís leikskólans Tjarnarskógar sumarið 2024 og óskað eftir rökstuðningi fyrir breytingum á lokun leikskólans. Að lokum skora foreldrar á Múlaþing að tryggja vistunarúrræði fyrir verðandi fyrsta bekk að fimm vikna sumarfríi loknu.

Í reglum leikskóla í Múlaþingi segir að leikskólar séu lokaðir í 5 vikur eða 25 virka daga, vegna sumarleyfa og skiptist sumarlokunin í tvö tímabil milli ára; fyrra tímabil, júní-júlí, og seinna tímabil júlí-ágúst en í sumar er fyrra tímabilið. Á vormánuðum verður starfandi starfshópur sem vinnur að framtíðarfyrirkomulagi sumarleyfa og inn í þeim hópi verður m.a. fulltrúi foreldra. Jafnframt mun foreldrum gefast tækifæri til að koma skoðun sinni á framfæri í könnun sem lögð verður fyrir foreldra leikskólabarna. Varðandi skipulag sumarfrístundar þá verður reynt að tryggja verðandi fyrstu bekkingum pláss. Fræðslustjóra er falið að svara foreldrum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?