Fara í efni

Umsókn um afnot af landi, Hammersminni 1

Málsnúmer 202401165

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 107. fundur - 05.02.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað vegna beiðnar frá lóðarhafa við Hammersminni 1 á Djúpavogi um að fá að gróðursetja tré á svæði sem liggur utan lóðarmarka þeirra í þeim tilgangi að mynda næði frá götu og göngustíg sem liggur ofan hennar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fellst ekki á fyrirliggjandi beiðni á þeirri forsendu að miðað við stærð og skipulag lóðarinnar við Hammersminni 1 ættu hugmyndir um gróðursetningu 10-15 grenitrjáa að rúmast innan gildandi lóðamarka.
Ráðið bendir jafnframt á að umrætt svæði er skilgreint sem stofnanasvæði í gildandi aðalskipulagi Djúpavogshrepps og beinir frekari umræðu um skilgreiningu svæðisins, og hvort breyta ætti henni í opið svæði til sérstakra nota, til vinnslu nýs Aðalskipulags Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?