Fara í efni

Beiðni um upplýsingar um framlög sveitarfélagsins til þjónustu eldri borgara

Málsnúmer 202402029

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 95. fundur - 15.02.2024

Frá því sameinað sveitarfélag undir nafninu Múlaþing varð að veruleika hafa öll félög eldri borgara í sveitarfélaginu fengið sama rekstrarstyrk að upphæð 300 þús kr. á ári, auk þess að geta sótt um styrk að upphæð 50 þús kr. á ári til þess að heimsækja önnur félög í öðrum byggðarkjörnum. Fjölskylduráð vill hækka þessa upphæð í 400 þús kr./ári, auk þess sem enn verður hægt að sækja um styrk til þess að efla samstarf á milli félaga eldra fólks í mismunandi byggðarkjörnum vegna heimsókna og ferðakostnaðar.

Samþykkt samhljóða.

Getum við bætt efni þessarar síðu?