Fara í efni

Umsókn um lóð, Austurtún 10

Málsnúmer 202403116

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 111. fundur - 18.03.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá ÞHG. ehf. um að fá úthlutað lóðinni Austurtún 10 á Egilsstöðum.
Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til undanþágu frá reglum um lóðaúthlutun í Múlaþingi þar sem að umsækjandi er lóðarhafi annarrar lóðar þar sem lóðaleigusamningur er óútgefinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 113. fundur - 15.04.2024

Lögð er fram beiðni frá ÞHG. ehf, lóðarhöfum við Austurtún 10 á Egilsstöðum, um heimild til að fá útgefinn lóðaleigusamning með vísan til 7. greinar reglna Múlaþings um úthlutun lóða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur ekki forsendur til að heimila útgáfu lóðaleigusamnings á þessum tímapunkti og getur því ekki orðið við erindinu.

Samþykkt samljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?