Fara í efni

Úttekt á stöðu fjarskiptamála á Austurlandi - Fjarskiptaáætlun Austurlands 2024-2025

Málsnúmer 202502184

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 145. fundur - 04.03.2025

Fyrir liggur úttekt á stöðu fjarskiptamála á Austurlandi - Fjarskiptaáætlun Austurlands 2024-2025. Útgefin í janúar 2025 af Austurbrú og Gagna ehf. í samræmi við Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð tekur undir með stjórn SSA um mikilvægi þess að innviðir á Austurlandi verði styrktir og þar á meðal farsímasamband á þjóðvegum fjórðungsins. Þetta er mikilvægt öryggismál fyrir þá sem ferðast um svæðið og brýnt að fá úrbætur án tafar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 59. fundur - 10.04.2025

Lögð fram til kynningar skýrsla Austurbrúar um fjarskiptamál á austurlandi.
Heimastjórn bendir á að í ljósi síaukinnar umferðar um Axarveg og aðra þjóðvegi í gamla Djúpavogshreppi þurfi að stórbæta farsímafjarskipti. Stórir kaflar á Axarvegi og á þjóveginum um Hamarsfjörð og Álftafjörð eru með engu eða lélegu fjarskiptasambandi og úr því þarf að bæta strax.

Benda má á að Axarvegur er metinn hættulegasti vegur landsins miðað við ekna kílómetra og kaflar í Hamarsfirði og Álftafirði eru 11. í röðinni miðað við sömu reiknireglu.

Heimastjórn vill beina því til sveitarstjórnar að ýtt verði á eftir úrbótum sem allra fyrst enda um mikið öryggismál að ræða, fyrir vegfarendur og viðbragðsaðila.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?