Fara í efni

Upplýsingafundur um áhrif vindorku, ósk um samstarf

Málsnúmer 202502197

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 145. fundur - 04.03.2025

Fyrir liggur erindi frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands (NAUST) um aðkomu sveitarfélagsins að opnum upplýsingafundi á Egilsstöðum undir yfirskriftinni "Hvað vitum við um áhrif vindorku?".

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að taka þátt í fundinum með því að bjóða upp á erindi um það sem sveitarfélagið hefur verið að vinna að í tengslum við vindorkumöguleika í sveitarfélaginu og nýtt aðalskipulag.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?