Í upphafi máls vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir þessum lið sem framkvæmdastjóri Tækniminjasafns Austurlands og fól fundarstóra (BSP) stjórn fundarins. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar BSP upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt samhljóða og vék formaður af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn frá lóðarhafa við Lónsleiru 13 á Seyðisfirði, Tækniminjasafni Austurlands, um frávik frá skipulagsskilmálum gildandi deiliskipulags um gólfkóta fyrirhugaðrar byggingar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um heimild til frávika frá skipulagsskilmálum, með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Samþykkt samhljóða.