Fara í efni

Lánasamningar 2025

Málsnúmer 202506100

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 59. fundur - 11.06.2025

Fyrir liggur tillaga að lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2025.
Til máls tók: Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 400.000.000,- á árinu 2025 með þeim lánaskilmálum sem býðst á þeim tíma sem lántaka fer fram. Lántakan getur verið í formi skammtímaláns, sem forvera langtímaláns, sem og langtímalán í þeim skuldabréfaflokkum sem Lánasjóðurinn býður sveitarfélögum upp á hverju sinni og hefur sveitarstjórnin kynnt sér skilmála skuldabréfaflokkanna eins og þeir koma fyrir á heimasíðu Lánasjóðsins.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana á eldri lánum sveitarfélagsins hjá Lánasjóðnum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Dagmar Ýr Stefánsdóttur, sveitarstjóra, kt. 120982-3629, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Múlaþings að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?