Fara í efni

Áætlunarferðir Borgarfjörður, beiðni um styrk

Málsnúmer 202506263

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 158. fundur - 01.07.2025

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Borgarhöfn ehf dags. 26.06.2025. vegna áætlunarferða á milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð þakkar erindið en getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni enda samræmist hún ekki fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Hins vegar er vert að koma á framfæri að Múlaþing sótti um og hlaut styrk að upphæð 17 milljónir króna fyrir tilraunaverkefni um almenningssamgöngur milli Borgarfjaðrar eystra og Egilsstaða í aðgerð A.10., Almenningssamgöngur um land allt, í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 sem Byggðastofnun umsýslar. Samið hefur verið við Borgarhöfn ehf. um að sinna þessu verkefni.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?