Fara í efni

Íþrótta- og tómstundastyrkur seinni úthlutun 2025

Málsnúmer 202509141

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 145. fundur - 04.11.2025

Fyrir liggja umsóknir til íþrótta- og tómstundastyrkja. Um er að ræða seinni úthlutun 2025.
Í upphafi dagskráliðsins vakti Ásrún Mjöll Stefánsdóttir athygli á mögulegu vanhæfi sínu sem umsóknaraðili. Vanhæfi hennar var samþykkt samhljóða og vék hún af fundi undir þessum lið.

Alls bárust 12 umsóknir að upphæð 4.139.000 kr. en til úthlutunar er 1.000.000 kr.
Fjölskylduráð samþykkir að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
Herðubreið - Klifur, umsækjandi Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, 325.000 kr.
Uppbygging skátastarfs, umsækjandi Heiðdís Þóra Snorradóttir, 225.000 kr.
Zumba fyrir börn og unglinga, umsækjandi Auður Vala Gunnarsdóttir, 150.000 kr.
Hlaupaæfingar fyrir krakka í 5.-10.b. á Seyðisfirði, umsækjandi Dánjal Salberg fyrir hönd Íþróttafélagsins Hugins, 100.000 kr.
Norðurlandamót fullorðinna í hópfimleikum í Finnlandi, umsækjandi Ásgeir Máni Ragnarsson, 200.000 kr.

Fjölskylduráð þakkar fyrir allar umsóknirnar og óskar umsækjendum velfarnaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?