Fara í efni

Málefni Sigfúsarstofu 2025

Málsnúmer 202509189

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 166. fundur - 07.10.2025

Fyrir liggur erindi frá Stefáni Boga Sveinssyni, formanni stjórnar Sigfúsastofu, varðandi fjárhagsáætlun Sigfúsarstofu 2026 og mögulega staðsetningu hennar í Safnahúsinu. Einnig liggur fyrir fundargerð stjórnar Sigfúsarstofu frá 5. og 11. september 2025 og fylgiskjal með fundargerð.
Málið áfram í vinnslu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Skítur ekki skökku við að formaður Sigfúsarstofu geri samning við sömu Sigfúsarstofu um greiðslur fyrir að vinna lokaverkefni sitt til meistarastigs í sagnfærði, 300 vinnustundir upp á 3.150.000kr. það er 10.500kr. á klukkustund?
Á það skal bent að ekki er sjálfgefið að meistara-nemar fái greitt fyrir vinnu við lokaverkefni hjá þeim aðila sem verkefnið er unnið hjá.

Byggðaráð Múlaþings - 168. fundur - 28.10.2025

Fyrir liggur erindi frá Stefáni Boga Sveinssyni, formanni stjórnar Sigfúsarstofu varðandi framlag Múlaþings til Sigfúsastofu 2026 og mögulega staðsetningu hennar í Safnahúsinu. Málið var síðast á dagskrá byggðaráðs 7.10.2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að framlag Múlaþings til Sigfúsarstofu árið 2026 haldist óbreytt frá árinu 2025.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að núverandi rishæð í Safnahúsinu fái í framtíðinni nafnið Sigfúsarstofa og að Sigfúsarstofa fái herbergið Guðnýjarhuld til afnota.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég ítreka bókun mína undir þessum lið frá síðasta Byggðaráðsfundi. Furðar mig að enginn annar en ég gerir athugasemd við það vinnulag að formaður stofnunar innan Múlaþings (Sigfúsarstofu) gerir nánast samning við sjálfan sig sem felur í sér greiðslur upp á talsverða upphæð vegna MA lokaverkefnis viðkomandi í sagnfræði.


Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 10:10
Getum við bætt efni þessarar síðu?