Fara í efni

Beiðni um styrk, Sinfóníuhljómsveit Austurlands

Málsnúmer 202510050

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 167. fundur - 21.10.2025

Fyrir liggur erindi frá Sinfóníuhljómsveit Austurlands sem þar óskað er eftir stuðningi við starfsemina.
Málinu frestað.

Byggðaráð Múlaþings - 168. fundur - 28.10.2025

Fyrir liggur erindi frá Sinfóníuhljómsveit Austurlands sem þar óskað er eftir stuðningi við starfsemina. Málið var áður á dagskrá byggðaráðs 21.10.2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð þakkar Sinfóníuhljómsveit Austurlands fyrir erindið en sér sér ekki fært að verða við beiðninni um fastan rekstrarstyrk til sveitarinnar. Sinfóníuhljómsveitinni er bent á að sækja um menningarstyrk frá sveitarfélaginu sem verður opnað fyrir um miðjan nóvember. Þá hvetur byggðaráð Sinfóníuhljómsveit Austurlands til að eiga samtal við ríkisvaldið um fastan rekstrarstyrk fyrir hljómsveitina og mögulegt mótframlag sveitarfélaga á Austurlandi. Deildarstjóra menningarmála er falið að bjóða hljómsveitinni aðstoð við að leita leiða við fjármögnun hljómsveitarinnar.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn á móti (ES)

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 10:35
Getum við bætt efni þessarar síðu?