Fara í efni

Erindi er varðar velferð og heilsueflingu nýrra foreldra

Málsnúmer 202511179

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 147. fundur - 25.11.2025

Fyrir liggur erindi frá Ásrúnu Mjöll Stefándóttur, dagsett 19. 11.2025, er varðar velferð og heilsueflingu nýrra foreldra, einkum nýbakaðar mæður. Í erindinu fer Ásrún Mjöll fram á að fjölskylduráð taki málið til umfjöllunar og kanni möguleika á að þróa eða efla þjónustu við nýja foreldra.
Fjölskylduráð þakkar erindið og tekur undir mikilvægi þess að styðja við heilsu og velferð nýrra foreldra. Ráðið áréttar að hlutverk sveitarfélagsins felst einkum í því að skapa aðstæður til hreyfingar og útivistar en jafnframt að þjónusta þá sem leita til félagsþjónustu í samræmi við gildandi lög og viðeigandi reglur sveitarfélagsins.

Ráðið óskar eftir að fá fulltrúa Heilbrigðisstofnunar Austurlands á fund til upplýsinga og samtals.


Getum við bætt efni þessarar síðu?