Fara í efni

Samvinna eftir skilnað

Samvinna eftir skilnað - barnana vegna

Félagsþjónustan býður upp á ráðgjöf og stuðning við foreldra sem eru að hugsa um að skilja, eru í skilnaðarferli eða hafa skilið fyrir einhverju síðan og vilja bæta samvinnu sín á milli. 

Boðið er upp á

  • námskeið,
  • einstaklingsmiðaða ráðgjöf og
  • stuðningsviðtöl

Verkefnið Samvinna eftir skilnað er reynsluverkefni á vegum félagsmálaráðuneytisins. Markmið verkefnisins er að innleiða og þróa nýtt vinnulag í félagsþjónustu og efla félagslega ráðgjöf með áherslu á skilnaðarmál, forsjár- og umgengnismál, barnanna vegna. Með því að veita ráðgjöf og þjónustu á fyrri stigum hjá félagsþjónustu standa vonir til þess að hægt verði að draga úr líkum á ágreiningi á milli foreldra. Á netvangi verkefnisins samvinnaeftirskilnad.is eru stafræn námskeið í þremur hlutum fyrir foreldra. Aðgangur að þeim fæst með því að hafa samband við félagsþjónustuna.

Foreldrar sem vilja þiggja stuðning og ráðgjöf varðandi skilnað og samvinnu eftir skilnað geta sett sig í samband við félagsþjónustuna, sem þjónar auk Múlaþingi, Vopnafirði og Fljótsdalshreppi.

Síðast uppfært 03. ágúst 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?