Fara í efni

Aurskriður í Seyðisfirði

Rýming á Seyðisfirði í varúðarskyni

// english // polish // Lögreglustjórinn á Austurlandi, í samráði við Veðurstofu Íslands og ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að rýma neðangreind svæði á Seyðisfirði vegna úrkomuspár. Rýmingu skal lokið í kvöld kl. 22. Talsverðri úrkomu er spáð á Seyðisfirði frá miðnætti í nótt og á laugardag. Úrkoman byrjar eftir kl. 19 í kvöld og ákefð eykst svo skömmu eftir miðnætti. Draga á aftur úr úrkomu eftir kl. 18 á laugardag.
Lesa

Umsóknir um styrk vegna aurskriða á Seyðisfirði

Rauði krossinn hefur opnað fyrir umsóknir styrkja til þolenda náttúruhamfaranna á Seyðisfirði í desember 2020. Fjármagnið sem um ræðir er söfnunarfé sem safnast hefur meðal almennings síðast liðnar vikur.
Lesa

Hlýindakafli framundan á Seyðisfirði

Samráðsfundur lögreglunnar á Austurlandi, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Veðurstofu Íslands og Múlaþings var haldinn í gær, þriðjudag. Fjallað var um stöðu hreinsunarstarfs meðal annars, vöktunar á hlíðinni ofan Seyðisfjarðar og hlýindakafla og úrkomu sem fyrirsjáanleg er á miðvikudagskvöld fram á fimmtudag.
Lesa

Heiðarleiki skiptir mestu máli gagnvart börnunum

Þegar alvarlegir atburðir gerast eru börn alltaf berskjölduð þar sem þau hafa ekki sama möguleika og fullorðið fólk á að skilja og vinna úr því sem gerist. Heiðarleiki skiptir miklu máli í umræðum milli fullorðinna og barna um atburðinn. Besta leiðin sú að spyrja þau um hvað þau viti og hvort þau vilji vita eitthvað sérstakt og láta svo spurningar þeirra leiða umræðuna í stað þess að halda langa tölu. Ekki þykjast vita svör við öllu.
Lesa

Samtal í boði við starfsfólk Veðurstofu í þjónustumiðstöð almannavarna

Starfsfólk frá Veðurstofu Íslands verður staðsett í þjónustumiðstöðinni í Herðubreið þriðjudaginn 12. janúar og miðvikudaginn 13. janúar frá klukkan 16-19. Ef fólk vill spjalla við starfsfólkið og fá til að mynda upplýsingar um vöktun á svæðinu, vinnu við hættumat eða annað sem tengist störfum Veðurstofunnar, má panta tíma í síma þjónustumiðstöðvarinnar 839-9931 eða með því að senda netpóst á netfangið sey@logreglan.is Áætlað er að hvert samtal taki 20 mínútur. Við pöntun á viðtalstíma þarf að gefa upp nafn, heimilisfang og símanúmer.
Lesa

Tímaáætlun fyrir hreinsunarstarf

Birt hefur verið tímaáætlun fyrir það hreinsunarstarf sem nú á sér stað á Seyðisfirði í kjölfar aurskriðanna sem þar urðu í desember.
Lesa

Fundur sveitarstjórnar í beinni útsendingu

Fimmti fundur sveitarstjórnar Múlaþings verður haldinn í fjarfundi, 6. janúar 2020 og hefst klukkan 14:00. Hægt er að fylgjast með fundinum á Youtube rás sveitarfélagsins hér.
Lesa

Reikningur opnaður til að styðja við bráðaaðstoð

Vakin er athygli á því að þeir sem vilja styrkja með fjárframlagi bráðaaðstoð við íbúa Seyðisfjarðar, vegna aurskriðanna sem þar urðu í desember, geta lagt inn á bankareikning Samráðshóps um áfallahjálp, en að þeim hópi standa félagsþjónusta Múlaþings, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Kirkjan og Rauði krossinn.
Lesa

Bein útsending - Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga

Lesa

Rýmingu aflétt á stærra svæði á Seyðisfirði

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands könnuðu aðstæður í Botnabrún í dag og ekki er að sjá neinar breytingar að ráði frá því fyrir jól. Einnig hefur hreyfing verið mæld daglega og er hún lítil sem engin. Því er talið að stöðugleiki hafi aukist nægilega mikið til þess að hægt sé að aflétta frekari rýmingu. Enn er í gildi rýming á því svæði sem er rauðlitað á meðfylgjandi korti. Staðan í farvegi stóru skriðunnar sem féll föstudaginn 18. desember og í nágrenni hennar verður skoðuð frekar á morgun.
Lesa
Var efnið á síðunni hjálplegt?