Fara í efni

Aurskriður í Seyðisfirði / Landslides in Seyðisfjörður

Vegna aurskriða í Seyðisfirði

Þjónustumiðstöð almannavarna.
Símanúmer 839-9931.
Netfang sey@logreglan.is


Áfallahjálp upplýsingar / Trauma care informations / Informacje pomocy psychologicznej


Gagnlegir tenglar / useful websites / Przydatne linki


Gögn frá Veðurstofu Íslands / Data from the Icelandic Met Office / Dane z Biura Meteorologicznego


Hreinsunarstarf, tímaáætlun / Clearing schedule / Prace porządkowe, harmonogram


Íbúafundir gögn / Residents' meetings files / Akta spotkań mieszkańców


Íbúafundir, myndbönd / Residents' meetings, videos


Spurt og svarað / Questions and answers / Pytania i odpowiedzi

  • Íslenska - Nýjar spurningar eru merktar með (*)
  • English - New questions are marked with (*)
  • Polksi - Nowe pytania są oznaczone (*)

Upplýsingar og aðstoð / Informations and help / Informacje i pomoc

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga - Residents' meeting for Seyðfjörður

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga Haldinn á Facebook þann 30. mars 2021 klukkan 17:00 Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála. Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings Íbúar geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið mulathing@mulathing.is
Lesa

Múlaþing leysir þjónustumiðstöð Almannavarna af

Frá og með deginum í dag, 26. mars 2021, lokar símanúmer og netfang þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem var í Herðubreið. Ef fólk þarfnast upplýsinga vegna hamfaranna á Seyðisfirði í desember 2020 eða er með spurningar er bent á símanúmer Múlaþings, 4-700-700.
Lesa

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi

Orðið hefur vart við hreyfingu á einum speglanna sem notaðir eru til þess að fylgjast með hreyfingu jarðlaga við upptök skriðunnar sem féll úr Botnabrún á Seyðisfirði þann 18. desember sl. milli Búðarár og Stöðvarlækjar. Spegill þessi er skammt ofan innanverðra skriðuupptakanna. Gera má ráð fyrir að það hrynji úr bröttu brotstáli stóru skriðunnar á næstu mánuðum meðan jarðlög þar leita nýs jafnvægis og er hreyfingin nú túlkuð sem hluti af þessu ferli. Fyrirséð var að þetta myndi gerast eins og fram hefur komið á íbúafundum. Ekki er gert ráð fyrir hættu í byggð af þessum völdum en hreyfingin er tilefni til þess að gæta sérstakrar varúðar við vinnu á skriðusvæðinu . Þykir og rétt að vara við ferðum gangandi í hlíðinni undir upptökum stóru skriðunnar í desember. Reistir hafa verið varnargarðar ofan íbúðarhúsa næst skriðusvæðinu sem draga úr hættu á því að frekari skriðuföll úr upptökum stóru skriðunnar skapi hættu í byggðinni. Rauntímavöktun Veðurstofu er á mælum í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar.
Lesa

Stöðufundur vegna Seyðisfjarðar, hreinsunarstarf og fleira

Stöðufundur var í gær, fimmtudag, með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fulltrúum Múlaþings, Veðurstofu, fulltrúa heimastjórnar á Seyðisfirði og fleirum. Farið var að venju yfir gang hreinsunarstarfs, bráðabirgðahættumat og líkanreikninga, vöktunarmæla, rýmingarkort og fleira.
Lesa

Stöðufundur vegna Seyðisfjarðar, hreinsunarstarf og fleira

Stöðufundur var í gærmorgun með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fulltrúum Múlaþings, Veðurstofu, fulltrúa heimastjórnar á Seyðisfirði og fleirum. Farið var yfir gang hreinsunarstarfs meðal annars, bráðabirgðahættumat, líkanreikninga, vöktunarmæla og rýmingarkort.
Lesa

Tilkynningar frá Múlaþingi vegna Seyðisfjarðar

Múlaþing hefur ákveðið að greiða leigu út mars fyrir þá íbúa sem enn hafa ekki getað flutt á sín heimili. Íbúar Seyðisfjarðarkaupstaðar eiga von á rýmingarskiltum sem Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vinnur að og gefa út. Skiltin verða send í öll hús innan Seyðisfjarðar í mars.
Lesa

Hreinsunarstarf, bráðabirgðahættumat, líkanreikningar og fleira

Stöðufundur var fyrir helgi með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fulltrúum Múlaþings, Veðurstofu og fleirum. Farið var yfir stöðu hreinsunarstarfs, vöktunarmæla, rýmingaráætlana og fleira.
Lesa

Hreinsun í bænum og bráðabirgðavarnir

Skipulag vikunnar 22. - 26. febrúar varðandi hreinsun og bráðabirgðavarnir á Seyðisfirði.
Lesa

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga - Residents' meeting for Seyðfjörður

Haldinn á Facebook þann 22. febrúar 2021 klukkan 17:00 Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála. Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings https://www.facebook.com/mulathing Íbúar geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið mulathing@mulathing.is
Lesa

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi

Hreinsunarstarf: Í undirbúningi er að koma fyrir nýjum veitustokk fyrir Búðará við Hafnargötu og sömuleiðis að koma fyrir ræsi undir Hafnargötu fyrir nýjan farveg frá varnargörðunum við slippsvæðið, þar er hönnun komin vel á veg og unnin í samstarfi við Vegagerðina. Í Botnahlíð er, eftir samtal við íbúa, einnig í undirbúningi að koma fyrir veituskurði og varnarkanti fyrir ystu húsin sem verður í líkingu við þær varnir sem þar hefur verið komið fyrir.
Lesa
Var efnið á síðunni hjálplegt?