Fara í efni

Cittaslow, Djúpavogi

Djúpivogur varð aðili að Cittaslow-hreyfingunni árið 2013.

Í víðasta skilningi er markmið Cittaslow-hreyfingarinnar að auka lífsgæði og ánægju fólks með því að veita hnattvæðingu, einsleitni og hraðaáráttu í borgum og bæjum nútímans viðnám og heiðra þess í stað sérstöðu, vitund og sjálfbærni. Til að mæta þessu markmiði leggja stefnumið Cittaslow áherslu á verndun náttúru og menningarminja, fegrun umhverfis, umhverfisgæði, notkun á nýjustu tækni í þágu samfélagsins, eflingu staðbundinnar matarmenningar og framleiðslu, öryggi og aðgengi, sem og gestrisni, kurteisi og vinsamlegt viðmót.

Á Djúpavogi er lögð áhersla á sérstöðu náttúrunnar, t.d. með friðlýsingum á náttúru- og menningarminjum á fjölmörgum svæðum sbr. Teigarhorn. Flokkun og endurvinnsla sorps hefur verið innleidd ásamt því sem stór skref hafa verið tekin til fegrunar umhverfis. Leitað hefur verið leiða til að finna gömlum byggingum nýtt hlutverk. Lögð er áhersla á að tryggja fjölbreytni í atvinnumálum þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki með vistvænan atvinnurekstur eru sérstaklega boðin velkomin.

Skólar á svæðinu starfa undir merkjum Grænfánans, og kaffi- og veitingahús leggja sig fram um að bjóða upp á staðbundið hráefni og framreiðslu. Auk þess að horfa til lífræns landbúnaðar og afurða úr sveitum Djúpavogshrepps er sérstaklega lögð áhersla á sjávartengdar afurðir og strandmenningu m.a. með það fyrir augum að koma sögu sjávarútvegs og útgerðar á svæðinu á framfæri í máli og myndum, t.d. á hafnarsvæði Djúpavogs. Þá er hvatt til íþróttaþátttöku og félagslegra samskipta með margvíslegum uppákomum, samkomu- og mótahaldi, svo fátt eitt sé talið.

Nánari upplýsingar um Djúpavog og Cittaslow

Geymslusvæði á Háaurum

Tekið hefur verið í notkun geymslusvæði á Háaurum. Um er að ræða sex bil, 8m x 22m, á óvöktuðu malarsvæði.
Lesa

Starf við Djúpavogshöfn

Djúpavogshöfn auglýsir eftir starfsmanni í tengslum við komur skemmtiferðaskipa í sumar.
Lesa

Spurningakeppni Neista

Ungmennafélagið Neisti hélt æsispennandi spurningakeppni með tveimur kvöldum og úrslitaeinvígi.
Lesa

Uppskeruhátíð Neista

Uppskeruhátíð/Iðkendaverðlaun Neista var haldin föstudaginn 28. apríl síðastliðinn í Löngubúð.
Lesa

Tilvitnanir úr bókum Stefáns Jónssonar frá Rjóðri á Djúpavogi

Þann 9. maí 2023 eru 100 ár liðin frá fæðingu Stefáns Jónssonar rithöfundar, fréttamanns og alþingismanns frá Rjóðri á Djúpavogi.
Lesa

Sjómannadagurinn á Djúpavogi

Á vegum samráðshóps um Cittaslow er nú unnið að því að safna saman myndefni í tengslum við sjómannadaginn á Djúpavogi.
Lesa

Íbúafundur á Djúpavogi

Heimastjórnin á Djúpavogi verður með íbúafund í Löngubúð fimmtudaginn 27. apríl næstkomandi klukkan 17:00-19:00.
Lesa

Uppbygging á Faktorshúsinu á Djúpavogi

Múlaþing auglýsir eftir samstarfsaðilum vegna uppbyggingar á Faktorshúsinu á Djúpavogi.
Lesa

Laust starf í Tryggvabúð, Djúpavogi

Múlaþing auglýsir 60% starf umsjónaraðila í Tryggvabúð frá 1. mars 2023.
Lesa

Úthlutun úr Snorrasjóði

Síðastliðinn fimmtudag fór fram úthlutun úr Snorrasjóði og er þetta í fjórða sinn sem styrkur er veittur úr sjóðnum. Snorrasjóður var stofnaður árið 2019 af frumkvæði Gunnþóru Gísladóttur frá Papey til minningar um Snorra Gíslason bróður sinn og tilgangur sjóðsins er að styrkja ungt fólk úr Djúpavogshreppi til náms.
Lesa
Getum við bætt efni þessarar síðu?