Félagsleg ráðgjöf
Í félagslegri ráðgjöf felst m.a. að veittar eru upplýsingar um ýmis réttindamál, persónulegur stuðningur, samræming þjónustu og lausnamiðuð stuðningsviðtöl. Ráðgjöfinni skal ætíð beitt í eðlilegu samhengi við aðra þjónustu og aðstoð sem til boða stendur.
Haft er að leiðarljósi að styðja einstaklinginn eða fjölskylduna til sjálfshjálpar þannig að hver einstaklingur geti sem best notið sín í samfélaginu.
Fjárhagsaðstoð og ráðgjöf
Annars vegar er um að ræða framfærslustyrk sem veita má einstaklingum sem ekki geta séð sér farborða með öðrum hætti, hins vegar er heimilt að veita einstaklingum og fjölskyldum aðstoð vegna sérstakra aðstæðna og til að koma til móts við þarfir barna vegna þátttöku í þroskavænlegu félagsstarfi.
Fjárhagsaðstoðin skal miða að því að styrkja einstaklinginn til sjálfshjálpar og þar með að vinna bug á fjárhagslegum erfiðleikum til frambúðar. Einnig er boðið uppá ráðgjöf um meðferð fjármuna og aðstoð við skipulagningu fjármála. Starfsmaður er tengiliður við ráðgjafastofu um fjármál heimilanna.
Reglur um fjárhagsaðstoð
Umsókn um fjárhagsaðstoð
Félagsleg heimaþjónusta
Með félagslegri heimaþjónustu skal stefnt að því að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður. Með félagslegri heimaþjónustu er átt við hvers konar aðstoð við heimilishald, persónulega umhirðu, félagslegan stuðning, gæslu og umönnun barna og unglinga.
Sjá má nánar um fyrirkomulag þjónustunnar í reglum um stuðningsþjónustu. Með umsókn um þjónustuna skal fylgja staðfest afrit af skattskýrslu. Að auki skal fylgja læknisvottorð eða hjúkrunarbréf ef sótt er um þjónustu þar sem geta er skert vegna veikinda. Fyrir félagslega heimaþjónustu skal greitt samkvæmt gjaldskrá og miðast greiðslur við tekjur og handbært fé notanda.
Reglur um stuðningsþjónustu
Umsókn um stuðningsþjónustu
Heimsending matar
Heimsending matar er veitt samkvæmt reglum um félagslega heimaþjónustu. Þjónustan er niðurgreidd af sveitarfélagi og er þörf metin í hverju tilfelli fyrir sig.
Reglur um stuðningsþjónustu
Umsókn um stuðningsþjónustu
Félagslegar leiguíbúðir
Félagslegum leiguíbúðum í eigu sveitarfélagsins er úthlutað samkvæmt reglum um félagslegt húsnæði.
Reglur um félagslegt húsnæði í Múlaþingi
Umsókn um félagslegt leiguhúsnæði
Húsnæðisstuðningur
Húsnæðisbætur eru veittar samkvæmt lögum númer 75/2016. Sótt er um húsnæðisbætur á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
Sérstakur húsnæðisstuðningur
Stuðningurinn er ætlaður einstaklingum og fjölskyldum sem þurfa félagslega aðstoð til að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar og- /eða annarra félagslegra erfiðleika. Úthlutað er samkvæmt reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Sótt er um sérstakan húsnæðisstuðning á þar til gerðum umsóknum.
Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning
Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning
Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15 - 17 ára barna
Húsnæðisstuðningur til foreldra eða forsjáraðila 15 - 17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili er veittur án tillits til húsnæðisbóta og án þess að fram fari mat á tekjum og eignum. Úthlutað er samkvæmt reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Hér má finna umsókn um húsnæðisstuðning vegna 15 - 17
Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir 15 - 17 ára barn
Mann- og geðrækt í Ásheimum
Ásheimar eru til húsa í Miðvangi 22, Egilsstöðum (kjallari, gengið inn í húsið bakatil). Í Ásheimum er stefnt að því markmiði að vinna gegn félagslegri einangrun og skapa aðstæður fyrir fólk til að byggja sig upp andlega. Starfsemi Ásheima mótast að miklu leyti af óskum og þörfum notenda hverju sinni.
Hægt er að hafa samband í síma 472 1795 á opnunartíma Ásheima sem er klukkan 13 - 16 alla virka daga.
Facebooksíða Ásheima
Gagnlegir tenglar
Rauði krossinn á Íslandi (raudikrossinn.is)
Samtök um kvennaathvarf – Kvennaathvarfið
Forsíða | Stígamót (stigamot.is)
ÖBÍ - ÖBI (obi.is)
Stjórnarráðið | Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið (stjornarradid.is)
Tryggingastofnun ríkisins
Forsíða | Vinnumálastofnun (vinnumalastofnun.is)
Umboðsmaður skuldara (ums.is)
Húsnæðisbætur | Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (hms.is)