Þjónusta við fatlað fólk á heimilum sínum
Þjónusta á heimilum fatlaðs fólks er veitt samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir. Um er að ræða persónulega aðstoð við athafnir daglegs lífs sem kemur til viðbótar við stuðningsþjónustu sem er veitt skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna.
Markmiðið er að gera fólki með fötlun kleift að búa á eigin heimili í samræmi við þarfir og óskir hvers og eins. Um getur verið að ræða félagslegar leiguíbúðir eða sértækt húsnæðisúrræði.
Sótt er um húsnæðisúrræði á þar til gerðum umsóknareyðublöðum.
Samþykktir og reglur sem félagsþjónustan starfar samkvæmt má finna hér
Ferðaþjónusta
Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er veitt skv. 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Markmið þjónustunnar er að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki vegna fötlunar kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda.
Reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk
Umsókn um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk
Styrkir vegna endurhæfingar
Veittir eru styrkir vegna námskostnaðar, verkfæra- og tækjakaupa vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi að endurhæfingu lokinni. Um ýmis verkfæri og tæki vegna náms eða í atvinnuskyni getur verið að ræða t.d. tölvukaup eða annað.
Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks
Umsókn um styrk til náms, verkfæra- og tækjakaupa
Stólpi
Í Stólpa á fatlað fólk, sem ekki getur starfað á almennum vinnumarkaði, kost á félagslegri hæfingu og iðju. Hæfing er tímabundin alhliða starfs- og félagsleg þjálfun sem miðar að aukinni hæfni til iðju eða atvinnuþátttöku. Iðja felur í sér félagsþjálfun og einföld vinnuverkefni með áherslu á tengsl við almennan vinnumarkað. Iðja getur verið varanlegt úrræði. Ekki eru greidd laun í hæfingu/iðju.
Stólpi er til húsa að Lyngási 12, Egilsstöðum og síminn þar er 471 1090.
Facebooksíða Stólpa
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)
Lög um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 er kveðið á um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA).
Notendastýrð persónuleg þjónusta er byggð á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Í reglum félagsþjónustunnar um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk er tekið mið af handbók um NPA og leiðbeinandi reglum um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Félagsþjónustan tekur á móti umsóknum t.d. í formi bréfs.
Fötluð börn
Ráðgjöf
Foreldrar fatlaðra barna geta fengið aðstoð við að halda utan um málefni barna sinna varðandi samræmingu á þjónustu, ráðgjafi getur tekið þátt í teymisfundum foreldra og þjónustuaðila ef óskað er og veitt ráðgjöf til þeirra aðila sem veita börnunum þjónustu.
Einnig er foreldrum veitt aðstoð við umsókn um fjárhagslega aðstoð til Tryggingarstofnunar . Þörf fyrir fjárhagsaðstoð er metin með tilliti til umönnunarþarfa viðkomandi barns og fötlunar þess og er aðstoðin ætluð til þess að mæta ýmsum kostnaði vegna þjónustu við barnið.
Liðveisla
Fötluð börn skulu eiga kost á liðveislu en með því er átt við persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð við að njóta menningar og félagslífs og efla viðkomandi til sjálfshjálpar. Við mat á þjónustuþörf er tekið mið af aðstæðum viðkomandi.
Skammtímavistun
Foreldrar eiga kost á skammtímavistun fyrir fötluð börn sín. Fötluð ungmenni og fullorðnir, sem búa í heimahúsum, eiga einnig kost á skammtímavistun. Skammtímavistun er tímabundin dvöl sem er ætlað að létta álagi af fjölskyldum fatlaðra barna, veita þeim tilbreytingu og stuðla að því að börn geti búið sem lengst í heimahúsum.
Skammtímavistun fyrir félagsþjónustu Múlaþings og Fjarðabyggðar er staðsett í Neskaupstað.
Stuðningsfjölskyldur
Fjölskyldur fatlaðra barna skulu eiga kost á stuðningsfjölskyldu eftir því sem þörf krefur. Hlutverk hennar er að taka fatlað barn í umsjá sína í skamman tíma í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu þess og gefa börnunum möguleika á aukinni félagslegri þátttöku. Samið er um ákveðinn dagafjölda í mánuði, oftast 2-3 sólarhringar og foreldrar eru hafðir með í ráðum um val á fjölskyldu. Þörf fyrir þjónustu er metin í hverju tilfelli fyrir sig út frá fötlun barns og aðstæðum fjölskyldu. Heimilt er í sérstökum tilfellum að veita fjölskyldum einstaklinga eldri en 18 ára þjónustu stuðningsfjölskyldu.
Nánar um stuðningsfjölskyldur
List án landamæra
List án landamæra er listahátíð sem haldin er árlega á landsvísu með það að markmiði að brjóta múra milli fatlaðs og ófatlaðs fólks. Á hátíðinni vinna hópar úr ýmsum áttum saman að allskonar listviðburðum. Sveitarfélagið kemur að skipulagningu listviðburða á svæðinu í samvinnu við ýmsa aðila og framkvæmdastjóra hátíðarinnar á landsvísu.
Gagnlegir tenglar
Umboðsmaður barna
Réttindagæsla fyrir fatlað fólk
Ráðgjafar- og greiningarstöð
Landsamtökin Þroskahjálp
Geðhjálp
Tryggingastofnun ríkisins