Fara í efni

Héraðsskjalasafn Austfirðinga bs.

   

Laufskógar 1
700 Egilsstaðir
Sími: 471 1417
Netfang: heraust@heraust.is
Vefsíða: www.heraust.is
Ljósmyndavefur: myndir.heraust.is

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag í eigu Fjarðabyggðar, Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps. Safnið er staðsett í Safnahúsinu við Laufskóga 1 á Egilsstöðum. Í húsinu er einnig Minjasafn Austurlands og Bókasafn Héraðsbúa. Héraðsskjalasafnið skiptist í þrjú söfn; skjalasafn, ljósmyndasafn og fræðibókasafn. Meginhlutverk safnsins er að taka við skjölum skilaskyldra aðila, sveitarfélaga og stofnana þeirra, skrá þau og varðveita en safnið tekur einnig við einkaskjölum, t.d. bréfasöfnum og dagbókum einstaklinga, skjölum félaga og fyrirtækja. Safnið stækkar ört og lumar á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort heldur sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn.

Síðast uppfært 15. desember 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?