Fara í efni

Langabúð: Safn Ríkarðs Jónssonar, Eysteinsstofa og byggðasafn Djúpavogi

Langabúð er reisulegt og fallegt hús sem stendur við höfnina í Djúpavogi. Það er elsta hús bæjarins en var byggt í núverandi mynd um 1850. Þar er til húsa safn Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara og myndskera. Ríkarður varð fyrstur til að nema útskurðarlist heima á Íslandi og má meðan annars sjá vinnustofu hans í safninu. Í Löngubúð er einnig minningarstofa um Eystein Jónsson stjórnmálamann frá Djúpavogi og konu hans Sólveigu Eyjólfsdóttur og á loftinu er byggðasafn svæðisins.

Búð 1
765 Djúpavogi
Sími: 478 8220
Netfang: langabud@mulathing.is
Nánari upplýsingar um Löngubúð

Síðast uppfært 07. september 2021
Getum við bætt efni þessarar síðu?