Fara í efni

Sláturhúsið, Menningarmiðstöð

Kaupvangi 7
700 Egilsstöðum
Sími: 897 9479
Netfang: mmf@mulathing.is
Vefsíða: www.slaturhusid.is

Hlutverk Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs (MMF) er að efla lista- og menningarstarf á Austurlandi. Miðstöðin leggur áherslu á sviðslistir (e. performing arts) sem byggja á flutningi verka þar sem mannslíkaminn og röddin eru helstu verkfæri tjáningar. Vegna þessa leitast hún við að leggja sviðslistir til grundvallar þeim áhersluverkefnum sem unnin eru. Sú stefna útilokar þó ekki aðkomu miðstöðvarinnar að öðrum list- og menningarformum. Önnur og ekki síður mikilvæg áhersla er lögð á lista- og menningaruppeldi barna og ungmenna. Lögð er áhersla á að sem flest verkefni hafi fræðslugildi samhliða listrænum gildum. MMF tekur árlega þátt í BRASi, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, ásamt öðrum menningarmiðstöðvum á Austurlandi.

MMF var stofnuð árið 2005 og er ein þriggja menningarmiðstöðva á Austurlandi samkvæmt samningi ríkisins og sveitarfélaganna á Austurlandi um menningarmál. Menningarmiðstöðin er lykilstofnun við framkvæmd menningarstefnu sveitarfélagsins.

MMF er til húsa í Sláturhúsinu við Kaupvang á Egilsstöðum.

Síðast uppfært 15. desember 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?