Fara í efni

Tækniminjasafn Austurlands

Hafnargata 38-44
710 Seyðisfjörður
Sími: 472 1696
Netfang: tekmus@tekmus.is
Vefsíða: www.tekmus.org

Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði varð fyrir miklum búsifjum, eins og alkunna er, þegar stærsta skriða sem fallið hefur í byggð á Íslandi hreif með sér stóran hluta húsa þess og safnkosts. Fyrir þann örlagaríka atburð stóð safnið á krossgötum og hafin var vinna við allsherjar endurskoðun á stefnu þess og framtíðarsýn. Skriðan féll þann 18. desember 2020.

Í dag er safnkostur þess kominn í tímabundið varðveisluhúsnæði og forvörslu- og skráningarstarf af óþekkri stærðargráðu er framundan. Stefna og framtíðarsýn stjórnar og starfsfólks er að safnið verði endurreist á nýjum stað, starfsemi þess byggð á gömlum grunni, til verði framúrskarandi safn 21. aldarinnar með lifandi starfsemi, í góðum tengslum við og hluti af nærsamfélaginu og um leið eftirsóknarverður áfangastaður bæði heimamanna og gesta. Stefnt er að því að safnið verið einn helsti áfangastaður fyrir ferðamenn á Austurlandi.

Síðast uppfært 15. desember 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?