Fara í efni

Tækniminjasafnið á Seyðisfirði

Tækniminjasafn Austurlands fjallar um sögu Íslands með áherslu á tæknivæðingu landsins frá um 1880 til dagsins í dag. Tækniminjasafnið sýnir hvernig tæknibreytingar á fjölmörgum sviðum, t.d. véltækni, rafmagn, fjarskipti, samgöngur og byggingalist eru samofnar breytingum á lifnaðarháttum og umhverfi. Sýningin er lifandi og leitast við að endurvekja andrúm tímans sem fjallað er um. Safnasvæðið utandyra er jafnframt tilvalið útivistarsvæði fyrir gönguferðir og samveru.

Hafnargata 38-44
710 Seyðisfjörður
Sími: 472 1696
Netfang: tekmus@tekmus.is
Vefsíða: www.tekmus.org

Síðast uppfært 31. maí 2021
Var efnið á síðunni hjálplegt?