Fara í efni

Brúðubíllinn á Djúpavogi

29. júní 2025 kl. 13:00-13:35

Brúðubíllinn stoppar á Djúpavogi sunnudaginn 29. júní kl. 13:00 (Athugið að sýningin var upphaflega auglýst kl. 11:00 en hefur verið færð til kl. 13:00)

Í bílnum verður boðið upp á leikritið Leikið með liti sem byggir á því besta úr safni Brúðubílsins og er fyrir börn á öllu aldri.

Í leikritinu verður farið til Dúskalands og Dúskamanna, Dónadúskurinn og Blárefurinn heimsótt. Einnig verður sungið og dansað með dýrunum í Afríku, haninn kennir Trúðastelpunni höfuð, herðar, hné og tær auk þess sem geitafjölskyldan og tröllið undir brúnni koma við sögu.

Leikarar Brúðubílsins eru Hörður Bent Steffensen, Alex Leó og Helga Birna.

Sýningin tekur um 35 mínútur og aðgangur er ókeypis. Nánari staðsetning sýningarinnar verður auglýst þegar nær dregur, fylgist með á facebook-síðu sýningarinnar

Múlaþing styrkir heimsókn Brúðubílsins á Djúpavog.

Getum við bætt efni þessarar síðu?