Fara í efni

Í lággróðrinum

Ars longa, Djúpavogi 28. jún 2025 - 10. ágú 2025

Sýningin Í lággróðrinum verður opnuð laugardaginn 28. júní kl. 15 í ARS LONGA, Djúpavogi. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitastjóri Múlaþings, mun opna sýninguna formlega. Gjörninga flytja Regn Evu, Tuija Hansen & Wiola Ujazdowska.

Á sýningunni sýna þrettán listamenn frá fimm löndum verk sín og í þeim er grafist fyrir um kerfin sem binda náttúru og menningu saman í gegnum rætur sem næra, sagnaminni sem liggja í loftinu og krafta sem viðhalda tilveru okkar.

Listamenn:
Alanis Obomsawin (Abenaki, US/CA)
Edda Karólína Ævarsdóttir (IS)
Eva Ísleifs (IS)
Gústav Geir Bollason (IS)
Hallgerður Hallgrímsdóttir (IS)
Nancy Holt (US)
Ragna Róbertsdóttir (IS)
Regn Evu (IS)
Sigrún Hrólfsdóttir (IS)
Sigurður Guðmundsson (IS)
Tuija Hansen (CA)
Vikram Pradhan (IN/IS)
Wiola Ujazdowska (PL/IS)

Sýningarstjórn:
Becky Forsythe & Þórhildur Tinna Sigurðardóttir

Nánar hér

Getum við bætt efni þessarar síðu?