Fara í efni

Íþróttavika Evrópu í Múlaþingi

Múlaþing 23.-30. sep 2025

Hin árlega Íþróttavika Evrópu er hafin og er hún stútfull af fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum og eru íbúar á öllum aldri hvattir til að taka virkan þátt.

Á meðal þess sem er í boði er skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna, prikhestanámskeið, leiktími fyrir fjölskyldur, jóga, opnar æfingar hjá íþróttafélögum þar sem börn og ungmenni geta prófað sig áfram, hlaupaæfing, lyftingaræfing og fleira.

Dagskrá vikunnar er aðgengileg á heimasíðu Múlaþings og birtist einnig í Dagskránni. Hér má sjá Facebook viðburð vikunnar, fylgist vel með (1) Íþróttavika Evrópu í Múlaþingi | Facebook

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin árlega í rúmlega 30 löndum. Markmiðið er að sporna við hreyfingarleysi almennings með því að kynna fjölbreyttar leiðir til hreyfingar og íþróttaiðkunar. Múlaþing tekur þátt í framtakinu í samstarfi við ÍSÍ.

Íþróttavika Evrópu í Múlaþingi

Getum við bætt efni þessarar síðu?