Fara í efni

Jólakötturinn - jólamarkaður 2025

Landsnetshúsinu, Miðási 7 13. desember 2025 kl. 10:00-16:00

Jólamarkaður jólakattarins verður í húsnæði Landsnets á Egilsstöðum laugardaginn 13. desember frá kl. 10:00-16:00.

Á markaðnum munu skógarbændur, handverksfólk, matvælaframleiðendur og fleiri bjóða vörur sínar til sölu.

Í ár verður boðið upp á ketilkaffi og svo kemur Barrasúpan aftur, eins og var hér fyrir nokkrum árum. 

Bæjarstjórnarbekkurinn verður á sínum stað en gestum gefst kostur á að tylla sér á hann og spjalla við sveitarstjóra og kjörna fulltrúa.

Bjössi brunabangsi mætir á svæðið.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Félag skógarbænda Austurlandi og Land og Skógur Hallormsstað

Facebook viðburður

Jólakötturinn 2025

Getum við bætt efni þessarar síðu?