Fara í efni

Landnámskonan: Hannaðu þitt eigið landnámsfólk

Minjasafn Austurlands, Laufskógum 1, Egilsstöðum 13. nóvember 2025 kl. 16:00-18:00

Fimmtudaginn 13. nóvember býður Minjasafn Austurlands börnum á aldrinum 7-12 ára upp á skemmtilega smiðju í tengslum við sérsýninguna „Landnámskonan“.

Rannveig Þórhallsdóttir, fornleifafræðingur, fræðir börnin um fornleifauppgröftinn sem farið hefur fram í Firði á Seyðisfirði síðustu ár, sem og um Fjallkonuna sem fannst á Vestdalsheiði árið 2004. Eftir fræðsluna fá börnin frjálsar hendur við að hanna sitt eigið landnámsfólk úr alls kyns efniviði sem í boði verður. Landnámsfólkið mun svo prýða veggi Safnahússins.

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig í smiðjuna með því að senda tölvupóst á eyrun@minjasafn.is.

Viðburðurinn er haldinn í tengslum við BRAS (Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi).

Getum við bætt efni þessarar síðu?