Laugardagskvöld 8.nóvember er Rithöfundalestinn á Seyðisfirði. Viðburðurinn hefst klukkan 20:00 í Skaftfelli, öll velkomin.
Árleg ferð Rithöfundalestarinnar um Austurland verður 6.-9. nóvember. Í ár eru eftirtaldir höfundar í lestinni: Ásgeir Hvítaskáld sem kynnir sögulega skáldsögu um austfirska atburði sem heitir Saklaust blóð í snjó; Nína Ólafsdóttir með sína fyrstu skáldsögu, Þú sem ert á jörðu, sem hefur fengið góða dóma; Óskar Þór Halldórsson með áhugaverða bók um Akureyrarveikina og Gunnar Helgason kynnir sína nýjustu barnabók, Birtingur og símabannið mikla. Ása Þorsteinsdóttir er með nýútkomna ljóðabók, Hjartað varð eftir og Ása Hlín Benediktsdóttir kynnir bókina Hallormsstaðaskógur - söguljóð fyrir börn, sem kom út í sumar og vakti verðskuldaða athygli.
Á hverjum stoppistað verða fleiri útgáfur tengdar Austurlandi kynntar og mögulega bætast fleiri rithöfundar í hópinn. Hægt er að kaupa bækurnar sem kynntar eru á staðnum.
Rithöfundalestin er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar, Skaftfells, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarsviðs Múlaþings og menningar- og atvinnumálanefndar Vopnafjarðarhrepps.
Verkefnið nýtur stuðnings Uppbyggingarsjóðs Austurlands, Síldarvinnslunnar, Alcoa, Atlantsolíu, Samvinnufélags útgerðarmanna Neskaupstað, Bílaleigu Akureyrar, Gistihússins á Egilsstöðum sem og bókaforlaganna Forlagisins, Svarfdælasýsls og Frjáls orðs.
Allar upplýsingar um viðburðina er að finna á Facebook-síðum samtarfsaðilanna.
Upplestrarsamkomur Rithöfundalestarinnar 2025:
Fimmtudaginn 6. nóv. á Vopnafirði í Miklagarði kl. 20:00
Föstudaginn 7. nóv. Í Gamla Kaupfélaginu á Breiðdalsvík kl. 16:30 og Hótel Framtíð, Djúpavogi kl: 20:00
Laugardaginn 8. nóv. Barna- og ungmennaupplestur með Gunnari Helgasyni og Særúnu Hlín Laufeyjardóttir í Safnahúsinu Neskaupstað kl. 13:00 og upplestur með öllum rithöfundunum kl. 14:00. Laugardagskvöldið stoppar lestin í Skaftfelli á Seyðisfirði kl. 20:00.
Sunnudaginn 9. nóv. á Skriðuklaustri kl: 13:30 - viðburðurinn verður líka í streymi