Verið velkomin á opnun sýningarinnar:
Mjúkar mælingar - Selma Hreggviðsdóttir
Laugardaginn 22. nóvember kl 16:00
Selma Hreggviðsdóttir útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og hlaut MFA gráðu frá listaháskólanum í Glasgow árið 2014. Hún hefur sýnt verk sín bæði innanlands og á alþjóðavettvangi, meðal annars í Civic Room Glasgow, Kling & Bang Reykjavík, Berg Contemporary Reykjavík, Listasafni Akureyrar og Bærum Kunsthall í Osló. Selma var tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2021. Hún hefur setið í stjórn Kling & Bang frá árinu 2010 og sat í stjórn listahátíðarinnar Sequences (2018-2020). Hún hefur stýrt sýningum á Íslandi og erlendis, auk þess að taka þátt í ýmsum útgáfum og verkefnum frá því að hún útskrifaðist. Selma var einn af ritstjórum tímaritsins Endemi sem fjallaði um samtímalist á Íslandi og stýrði sýningum í tengslum við útgáfu þess.
Við mjúkar mælingar sínar á fagurfræðilegu gildi landslagsins við Lagarfljót átti Selma Hreggviðsdóttir samtöl við nokkur þeirra sem lifa og dvelja við fljótið. Þessi samtöl varpa ljósi á fegurðina, tengslin og litinn sem þau misstu úr lífi sínu við þær breytingar sem urðu á Lagarfljóti í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar. Lagarfljótið og umhverfi þess mynduðu fyrir virkjun landslagsheild, sem einkenndist af ákveðnum fyrirbærum, hughrifum og fagurfræðilegum eiginleikum sem fagurfræðilegt gildi hennar fólst í.
Sem listamaður og listrannsakandi miðlar Selma niðurstöðum sínum beint í gegnum skynjunina – hún miðlar upplifun með upplifun. Sem listamaður er hún mælitækið sem leitar að litnum, fangar minningarnar og hjálpar okkur í gegnum upplifun að finna okkar eigin orð til að lýsa þeim áhrifum sem við verðum fyrir þegar við fáum að vera þeirrar gæfu aðnjótandi að upplifa náttúrufegurðina í okkar nánasta umhverfi í daglegu lífi.
---
Welcome to the opening of:
Soft Measurements - Selma Hreggviðsdóttir
Saturday, November 22nd at 16:00
Selma Hreggviðsdottir graduated with BA from Iceland University of the Arts in 2010 and received MFA from Glasgow School of Art in 2014. She has exhibited her works actively both nationally and internationally in places such as Civic Room Glasgow, Kling & Bang Reykjavík, Berg Contemporary Reykjavík, Listasafn Akureyrar and Bærum Kunsthall Oslo. Selma was nominated for the Icelandic Art Prize 2021. She has been a board member of Kling & Bang since 2010 and was a board member of the artist-run Sequences Real time Art festival in Reykjavík (2018-2020). She has curated exhibitions in Iceland and abroad as well as taken part in various publications and projects since her graduation from Iceland Academy of the Arts. Selma was one of the editors of Endemi visual magazine on contemporary art in Iceland and curated the exhibitions in the publications context.
In her soft measurements of the aesthetic value of the Lagarfljót landscape, Selma Hreggviðsdóttir engaged in conversations with several people who live and dwell by the river. These conversations shed light on the beauty, the relations, and the colour they lost from their lives following the changes that occurred in Lagarfljót after the construction of the Kárahnjúkar Hydropower Plant. Before the dam, Lagarfljót and its environment formed a landscape that was characterized by certain phenomena, impressions, and aesthetic qualities that together constituted its aesthetic value.
As an artist, she is the measuring instrument: she searches for colour, captures memories, and helps us, through her work, find our own words to describe how we feel when we are fortunate enough to experience natural beauty in our everyday environments.