Fundur ferða- og menningarnefndar 24. júní 2019
Haldinn var fundur í ferða- og menningarnefnd mánudaginn 24.júní 2019. Hófst fundurinn klukkan 14:00 í fundarsal Íþróttamiðstöðvar.
Mætt á fundinn
Tinna Guðmundsdóttir, formaður L-lista
Sigfríð Hallgrímsdóttir í fjarveru Oddnýjar Bjarkar Daníelsdóttur, D-Lista
Ólafur Pétursson í fjarveru Bóasar Eðvaldssonar frá ferðaþjónustu
Sesselja Hlín Jónasardóttir, frá ferðaþjónustu
Arnbjörg Sveinsdóttir, frá menningargeira
Jónína Brá Árnadóttir, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi
Dagný Erla Ómarsdóttir, sem ritaði fundargerð
Hjalti Þór Bergsson, áheyrnafulltrúi B-lista komst ekki
Formaður ber upp afbrigði að færa lið 4. aftast í dagskrána
Afbrigði samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Tilnefning til Menningarverðlauna SSA. Nefndin ákveður að senda inn fjórar tilnefningar; Skaftfell, Tækniminjasafnið, List í ljósi og El grillo félagið.
2. Markaðsáætlun. Nefndin vill skoða hvaða þjónustu auglýsingastofur, sem og Austurbrú, bjóða uppá í þessum málaflokki. Málið unnið áfram og tekið fyrir á haustfundi nefndarinnar í lok september.
3. Menningarstefnumál. Nefndin minnir bæjarráð á að ekki hefur hafist vinna við menningarstefnu Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Nefndin leggur til þess að gert verði ráð fyrir allt að 1.000.000 í þetta mikilvæga verkefni í næstu fjárhagsáætlun.
4. Framvinda sumarsins 2019. Umræður.
Sesselja víkur af fundi kl. 15:25
5. Herðubreið, framvinda. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með endurnýjun lífdaga félagsheimilisins og starfsemi síðustu tveggja ára. Mikilvægt er að leitað verði leiða til að ná samkomulagi sem þjónar báðum samningsaðilum.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að endurnýja samning við rekstraraðila Herðubreiðar til næstu tveggja ára.
Fleira ekki rætt. Fundi slitið 15:50.