Fundargerð
Fundur var haldinn í ferða- og menninganefnd mánudaginn 17. september 2018 kl. 16:00 í fundarsal Íþróttamiðstöðvar. Fundurinn var haldinn í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar sbr. dagskrárlið nr.18 „Uppbygging innviða í ferðamálum“.
Mætt á fundinn:
Arnbjörg Sveinsdóttir, Tinna Guðmundsdóttir, Davíð Kristinsson, Sigfríð Hallgrímsdóttir, Arna Magnúsdóttir, Rúnar Gunnarsson, Elvar Snær Kristjánsson, Þórunn Óladóttir, Skúli Vignisson, Dagný Erla Ómarsdóttir, Vilhjálmur Jónsson og Ólafur Örn Pétursson.
Fundargerð ritaði Dagný Erla Ómarsdóttir
Dagskrá:
1. Kynning á stöðu mála varðandi innviði tengda ferðaþjónustu á Seyðisfirði
Dagný fer yfir þau verkefni sem Seyðisfjarðarkaupstaður hefur sótt um til Framkvæmdasjóðs.
2. Kynning á erindi, Ólafur Örn Pétursson
Ólafur Örn Pétursson kynnir erindi sitt. Umræður.
Rúnar Gunnarsson, Elvar Snær Kristjánsson, Þórunn Óladóttir, Skúli Vignisson og Ólafur Örn Pétursson viku af fundi kl. 17:00.
3. Umræður um stöðu mála og erindið
Ferða- og menningarnefnd leggur til að skoðað verður að sækja um hönnunarstyrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða sem gæti mögulega nýst í stefnumótun í ferðamálum á Seyðisfirði.
Fundi slitið 17:35.