Fara í efni

Leiðbeiningar um flöggun fána í fánastöngum við stofnanir Múlaþings

Leiðbeiningar þessar eru ætlaðar til að skilgreina með hvaða hætti nota má fánastangir við stofnanir Múlaþings, hvort sem er við skrifstofur sveitarfélagsins, skóla, menningarstofnanir, á opnum svæðum eða annars staðar.

Almennt skal nota fánastangir við stofnanir sveitarfélagsins til að flagga þar fána Múlaþings og eða fána viðkomandi stofnunar ef hann er til og hefur verið samþykktur af til þess bærri stjórn viðkomandi stofnunar.

Íslenska þjóðfánanum skal flagga í samræmi við lög um þjóðfána Íslendinga. Hvatt er til þess að stofnanir sveitarfélagsins flaggi íslenska þjóðfánanum á 17. júní og 1. desember. Fánann má annars nota við öll hátíðleg tækifæri eða á sorgarstundum.

Heimilt er að flagga öðrum fánum við sérstök tilefni svo sem fána íþróttafélaga, félagasamtaka, vegna átaks- eða samstarfsverkefna sem sveitarfélagið eða stofnunin er aðili að. Slíkir fánar skulu að öllu jöfnu hanga stutt uppi eða á meðan viðburður á sér stað.

Þjóðfána annarra ríkja en Íslands er heimilt að flagga til dæmis vegna vinabæjaheimasókna eða annarra sambærilegra ástæðna.

Forstöðuaðili hverrar stofnunar ber ábyrgð á flöggun fána í fánastöngum við viðkomandi stofnun og að farið sé eftir leiðbeiningum þessum.

Leiki vafi á túlkun leiðbeininga þessara skal vísa ákvörðun til viðkomandi sviðsstjóra.

 

Samþykkt í byggðaráði Múlaþings 30. janúar 2024

Síðast uppfært 01. febrúar 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?