Fara í efni

Samþykkt fyrir Félagsheimilið Fjarðarborg

Pdf útgáfa af samþykktinni

Rekstrarform og hlutverk

Eignarhald.

1. gr.

Félagsheimilið Fjarðarborg er stofnun í eigu sveitarfélagsins Múlaþings. Félagsheimilið hefur sjálfstæðan fjárhag og eigandi tryggir því rekstrarfé samkvæmt fjárhagsáætlun ár hvert. Það fé sem félagsheimilið aflar sjálft með styrkjum, tekjum eða gjafafé rennur óskipt til þess. Reikningar félagsheimilisins eru hluti af reikningshaldi Múlaþings og eru endurskoðaðir af löggiltum endurskoðendum.

Hlutverk.

2. gr.

Hlutverk félagsheimilisins Fjarðarborgar er að:

  1. Bjóða upp á aðstöðu fyrir hvers konar menningarstarfsemi, fundi og viðburði.
  2. Hvetja til félagsþátttöku íbúa.
  3. Styðja við atvinnusköpun, s.s. með aðgengi að skrifstofuaðstöðu og vinnslueldhúsi.
  4. Vera starfstöð sveitarfélagsins Múlaþings á Borgarfirði eystra.

Stjórn félagsheimilisins Fjarðarborgar

Hlutverk heimastjórnar.

3. gr.

Stjórn félagsheimilsins Fjarðarborgar er skipuð heimastjórn Borgarfjarðar hverju sinni samkvæmt erindisbréfi hennar. Hlutverk stjórnar er að:

  1. Gera tillögur að samþykktum fyrir félagsheimilið til byggðaráðs Múlaþings.
  2. Gera tillögu að gjaldskrá til byggðaráðs Múlaþings.
  3. Leggja til áætlanir um viðhald fyrir félagsheimilið sem skilað er til umhverfis- og framkvæmdasviðs Múlaþings.

Fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Borgarfirði annast daglegan rekstur hússins og er starfsmaður stjórnar félagsheimilisins.

Verksvið fulltrúa sveitarstjóra.

4. gr.

Helstu verkefni fulltrúa sveitarstjóra eru að:

  1. Sjá um daglegan rekstur hússins, s.s. að bóka viðburði og leigja út aðstöðu.
  2. Gefa heimastjórn þær skýrslur sem óskað er eftir um starfsemi og rekstur félagsheimilisins.

Almenn ákvæði

Setning og gildistaka.

5. gr.

Samþykkt þessi er sett á grundvelli ákvörðunar byggðaráðs Múlaþings, sem tekin var á fundi sem haldinn var þann 1. apríl 2025 og tekur þegar gildi. Reglur um Fjarðarborg frá 8. apríl 2015 falla úr gildi við gildistöku þessarar samþykktar.

 

Samþykkt í byggðaráði Múlaþings 1. apríl 2025

Síðast uppfært 08. apríl 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?