Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Álfaás - gistiþjónusta

14.09.2021

Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 vegna Álfaáss – gistiþjónustu í landi Ketilsstaða á Völlum. 

Sveitarstjórn Múlaþings auglýsir hér með kynningu þar sem íbúar geta kynnt sér skipulagslýsingu ásamt drögum að skipulagstillögu skv. ákv. gr. 4.2.4 í skipulagsreglugerð.

Tillaga að breyttu aðalskipulagi felst í því að tilgreina verslunar- og þjónustusvæði þar sem landbúnaðarland er fyrir. Deiliskipulagstillaga liggur fyrir, unnin fyrir landeigendur af Strympu skipulagsráðgjöf. Tillaga að breyttu aðalskipulagi felur í sér breytingu á sveitarfélagsuppdrætti B með Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og greinargerð aðalskipulagsins.
Hliðstæð tillaga að breytingu á aðalskipulagi var kynnt árið 2017 en því ferli lauk ekki með staðfestingu breytingarinnar. Þess vegna er farið af stað á ný með kynningu lýsingar en á sama tíma er kynnt tillaga á vinnslustigi, til að stytta málsmeðferðartímann, enda liggur mótuð tillaga fyrir frá fyrra ferli. Minniháttar breytingar hafa orðið á uppbyggingaráformum frá því að fyrri tillaga var kynnt.

Fimmtudaginn 16. september n.k. kl. 17:00 verður kynningarfundur um skipulagslýsinguna, og vinnslutillöguna. Vegna samkomutakmarkana og sóttvarnarráðstafana fer fundurinn fram í gegnum Facebook síðu Múlaþings.

Hægt verður að senda inn rafrænar fyrirspurnir (komment) á meðan á fundinum stendur og verður þeim svarað að kynningu lokinni. Frekari upplýsingar um fundinn og tillöguna má finna á heimasíðu Múlaþings: www.mulathing.is

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 8. október 2021.

Hægt er að nálgast lýsinguna og drög að breytingartillögunni á skrifstofum sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum eða hér að neðan.

Skipulagslýsing

Vinnslutillaga

 

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?