Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, íþróttasvæði á norðvestur svæði Egilsstaða

17.11.2021

Sveitarstjórn hefur samþykkt að kynnt verði skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna íþróttasvæðis á norðvestursvæði Egilsstaða í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrirhuguð breyting felur í sér að skilgreiningu hluta þess svæðis sem í dag er óbyggt svæði norðan við Dyngju á Egilsstöðum úr grænu svæði (O1) og svæði fyrir heilbrigðisstofnun og kirkju (T1), verður breytt í íþróttasvæði (O4).

Hægt er að nálgast skipulagslýsinguna á skrifstofum sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum eða hér á heimasíðunni. Áformin verða einnig kynnt á Facebook síðu Múlaþings föstudaginn 19. nóvember kl. 17:00

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 3. desember 2021.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?