Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, þétting byggðar í Mánatröð og Einbúablá

16.12.2021

Sveitarstjórn Múlaþings hefur samþykkt að kynnt verði skipulagslýsing fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna þéttingu byggðar í Mánatröð og Einbúablá á Egilsstöðum í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrirhuguð breyting felur í sér að tveimur íbúðarhúsalóðum er bætt við þegar byggðar götur í þéttbýli. Stækkun íbúðarreita er tekin af opnum svæðum.

Hægt er að nálgast skipulagslýsingu verkefnisins á skrifstofu sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum eða hér á heimasíðunni. Áformin verða kynnt á Facebook síðu Múlaþings föstudaginn 17. desember kl. 17:00

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 7. janúar 2022.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

 

Gögn til kynningar:

Skipulagslýsing, dags. 9. nóvember 2021

Getum við bætt efni þessarar síðu?