Fara í efni

Akstursíþróttasvæði, aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag

14.07.2022

Múlaþing kynnir fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér að skilgreiningu afmarkaðs svæðis undir Skagafelli í Eyvindarárdal verður breytt úr óbyggðu svæði í opið svæði til sérstakra nota. Samhliða breytingu á aðalskipulagi verður kynnt vinnslutillaga nýs deiliskipulags fyrir akstursíþróttasvæði skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Upptöku af kynningu vinnslutillaganna má sjá hér að neðan ásamt skipulagsgögnum. Jafnframt verður hægt að nálgast tillögurnar á skrifstofu sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum.

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 5. ágúst 2022.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings
Sigurður Jónsson

Gögn

Aðalskipulagsbreyting, greinargerð, dags. 6. júlí 2022

Deiliskipulag, greinargerð, dags. 28. febrúar 2022

Deiliskipulag, uppdráttur, dags. 25. febrúar 2022

Kynning

Getum við bætt efni þessarar síðu?