Fara í efni

Athafnasvæði á Djúpavogi, nýtt deiliskipulag

13.06.2023

Heimastjórn Djúpavogs samþykkti á fundi 1. júní 2023 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir athafna- og hafnarsvæði við Innri Gleðivík í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Með deiliskipulagsgerðinni vill sveitarfélagið tryggja nægt lóðaframboð fyrir athafnastarfsemi sem hentar fjölbreyttri atvinnustarfsemi og þar með bregðast við aukinni eftirspurn eftir slíkum lóðum. Markmið með deiliskipulaginu er að skapa svæði til uppbyggingar á athafnastarfsemi og jafnframt huga vel að ásýnd svæðisins til þess að stuðla að jákvæðri ímynd Djúpavogs og góðri upplifun gesta.

Tillagan er aðgengileg á skrifstofum sveitarfélagsins og í gegnum Skipulagsgátt sem er nýr vefur Skipulagsstofnunar.

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með 27. júlí 2023. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is

Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?