Fara í efni

Dalsel 1, óveruleg breyting á deiliskipulagi

26.09.2023

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings samþykkti þann 25. september 2023 að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Selbrekku, 2. áfangi–efra svæði skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt er fyrir fasteignaeigendum við Klettasel 2, 4, 6 og 8, Dalsel 2, 4, 5, 7 og 8. Umsagna verður óskað frá HEF veitum og RARIK.

Um er að ræða breytingu á gildandi skipulagi sem samþykkt var árið 2003 sem felur í sér breytingu á uppdrætti og greinargerð vegna lóða 1, 3 og 5 við Dalsel. Tillagan er unnin af EFLU, dagsett 4. september 2023 og gerir ráð fyrir að sameinaðar séu þrjár raðhúsalóðir og þar verði heimilt að byggja 4-6 íbúðir á einni hæð með eða án sambyggðum bílgeymslum.

Tillagan er í kynningu frá 27. september til og með 25. október 2023. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum vef Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerinu 648/2023. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is eða í síma 4-700-700.

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd við skipulagsbreytinguna

Umsagnir um skipulagsmál teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni.

Getum við bætt efni þessarar síðu?