Fara í efni

Egilsstaðaflugvöllur, deiliskipulagsbreyting

07.07.2025

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi 3. júlí sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagstillagan er unnin af EFLU fyrir hönd Isavia Innanlandsflugvalla ehf. og felur hún í sér að gert sé ráð fyrir nýjum aðflugsljósum ásamt nauðsynlegum öryggis- og tækjabúnaði norður frá nyrðri enda flugbrautarenda Egilsstaðaflugvallar.

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til og með 22. ágúst 2025. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is

Umsagnir um skipulagsmál teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigríður Kristjánsdóttir

Getum við bætt efni þessarar síðu?