Fara í efni

Flatir og Hlíðarhús, efnisnámur. Óveruleg breyting á aðalskipulagi.

17.04.2023

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti þann 15. mars 2023 breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir tvær nýjar efnisnámur, við Flatir og í landi Hlíðarhúsa.

Breytingin felst í því að heimila efnistöku í smáum stíl á tveimur stöðum vegna viðhalds vega. Annars vegar er um að ræða grjótnám úr lítt grónu jökulruðningsholti við Mjóafjarðarveg ofan við Fagradalsá og hins vegar leirnámu í landi Hlíðarhúsa í Jökulshárhlíð.

Breytingin er ekki talin hafa veruleg áhrif á landnotkun né eru áhrif hennar metin mikil á einstaka aðila eða stórt landsvæði. Breytingin telst því óveruleg og hefur fengið meðferð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hefur breytingin verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skrifstofu skipulagsfulltrúa, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir eða sent fyrirspurn á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is.

 

Skipulagsgögn:

Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028: Námur við Flatir og Hlíðarhús

Getum við bætt efni þessarar síðu?