Fara í efni

Framkvæmdaleyfi, efnistaka í landi Litlabakka

12.03.2024

Í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123 frá 2010 veitti skipulagsfulltrúi Múlaþings, þann 8. mars 2024, Svandísi Skúladóttur framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Litlabakka við austanverða Jökulsá á Dal. Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar, dags. 2. júní 2023, skv. ákvæðum laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Skilyrðum um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna efnistöku í landi Litlabakka, samkvæmt 11. gr reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, hefur verið fullnægt, þ.e. veiting framkvæmdaleyfis hefur verið samþykkt af leyfisveitanda og framkvæmdaleyfisgjald hefur verið greitt.

Í samræmi við 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, er vakin athygli á því að þeir sem eiga lögvarinna hagsmuna að gæta sem og umhverfis- og útivistarsamtök með minnst 30 félaga, enda samrýmist tilgangi samtakanna að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að, geta kært útgáfu leyfisins innan mánaðar frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaðinu sem er fyrirhuguð þann 15. mars nk. til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Borgartúni 21, 105 Reykjavík, sjá nánar heimasíðu nefndarinnar www.uua.is.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Framkvæmdaleyfi, útgefið

Fylgigögn með framkvæmdaleyfisumsókn

Umhverfismatsferli Skipulagsstofnunar

Getum við bætt efni þessarar síðu?