Fara í efni

Frístundabyggð við Eiða, aðalskipulagsbreyting

25.01.2023

Sveitarstjórn Múlaþings hefur samþykkt að kynna skipulagslýsingu fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna frístundabyggðar við Eiða í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér að landnotkun er breytt úr opnu svæði til sérstakra nota yfir í verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið er um 204 ha að stærð og er fyrirhugað að afmarka þar um 160 lóðir fyrir frístundahús við Lagarfljót og Eiðavatn sem verða útfærðar nánar í deiliskipulagi.

Hægt er að nálgast skipulags- og matslýsingu fyrirhugaðra breytinga á skrifstofum sveitarfélagsins og hér neðar í fréttinni.

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 15. febrúar 2023.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Gögn til kynningar:

Greinargerð

Getum við bætt efni þessarar síðu?