Fara í efni

Hafnarsvæði Seyðisfjarðar, aðalskipulagsbreyting

26.01.2023

Sveitarstjórn Múlaþings hefur samþykkt að kynna skipulags- og matslýsingu fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði og nýs deiliskipulags Seyðisfjarðarhafnar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðalskipulagsbreyting felur í sér stækkun á hafnarsvæði og nýjan viðlegukant, tilfærslu á smábátahöfn og skilgreiningu iðnaðarsvæðis utan um lóð skólphreinsistöðvar. Jafnframt verður unnið nýtt deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið og gerð breyting á gildandi deiliskipulagi hafnarsvæðis – Fjarðarhöfn, Pálshúsreitur og Aldan.

Hægt er að nálgast skipulags- og matslýsingu fyrirhugaðra breytinga á skrifstofum sveitarfélagsins og hér neðar í fréttinni. 

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 16. febrúar 2023.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Gögn til kynningar:

Skipulags- og matslýsing, Stækkun á hafnarsvæði Seyðisfjarðar og nýtt deiliskipulag.
Breyting á deiliskipulagi Fjarðarhafnar, Pálshúsreits og Öldunnar.

Getum við bætt efni þessarar síðu?