Fara í efni

Hótel Eyvindará, óveruleg breyting á deiliskipulagi

03.07.2023

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á 89. fundi sínum sem haldinn var þann 3. júlí að fara skyldi með breytingu á deiliskipulagi Eyvindarár II sem óverulega í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Landeigendur að Eyvindará II hafa óskað eftir breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins í þeim tilgangi að stækka gistiálmu til austurs og marka leyfilegt byggingarmagn. Breytingin víkur ekki frá notkun svæðisins.

Óskað verður eftir umsögnum frá Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Austurlands, RARIK og HEF veitum. Jafnfram verða áformin grenndarkynnt fyrir eigendum eftirfarandi fasteigna: Eyvindará 1, Eyvindará 4, Eyvindará lóð 7 og Eyvindará /lóð 2.

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd við skipulagsbreytinguna

Frestur til að skila inn ábendingum er til og með 7. ágúst 2023. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?