Fara í efni

Íbúðabyggð við Jörfa, aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag

25.05.2022

Múlaþing kynnir fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna breytinga á þéttbýli og efnistökusvæði í Fjarðará í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin er þríþætt og gerir ráð fyrir stækkun íbúðasvæðis ÍB1, stofnanasvæði BS7 verður breytt í athafnasvæði BA1 auk breytinga á efnistökusvæði í Fjarðará. Samhliða breytingu á aðalskipulagi verður kynnt vinnslutillaga nýs deiliskipulags fyrir íbúðabyggðina við Jörfa skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Upptöku af kynningu vinnslutillögunnar má sjá hér að neðan ásamt uppdrætti og greinargerð. Jafnframt verður hægt að nálgast lýsinguna á skrifstofum sveitarfélagsins á Borgarfirði og Egilsstöðum.

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 15. júní 2022.

 

Skipulagsfulltrúi Múlaþings,

Sigurður Jónsson

 

Gögn til kynningar:

Aðalskipulagsbreyting, uppdráttur, dags. 2. maí 2022

Aðalskipulagsbreyting, greinargerð, dags. 2. maí 2022

Nýtt deiliskipulag, uppdráttur, dags. 16. maí 2022

Nýtt deiliskipulag, greinargerð, dags. 16. maí 2022 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?